Thursday, February 09, 2006
Heimferð og afmæli
Hópurinn heimsótti Valda og Sigrúnu í morgun til að skála í kampavíni við
húsbóndann sem náði þeim eftirsóknarverða áfanga að verða 40 ára í dag. Til
hamingju Valdi.
Sendi líka hamingjuóskir til Guðrúnar systur sem einnig á afmæli í dag!
Það var nú ekki verið að bruðla með afmælisdaga á Þelamörkinni hér í den! ! !
-------------
Viðburðarríkir dagar í Búkarest að baki og stefnan sett heim á leið.
Með okkur í vélinni til Amsterdam voru liðsmenn Steaua Bucarest í fótbolta
sem eiga að spila við eitthvert hollenskt lið í Evrópukeppninni. Urmull af
fréttamönnum og ljósmyndurum fylgdi liðinu þannig að það var nú ekki annað
hægt en að smella sér í hópinn og taka myndir af þeim sem virtust vera
vinsælastir. Þær koma á bloggið síðar með sérstökum kveðjum til
íþróttafríkanna í fjölskyldunni....
Örlítil seinkun á fluginu til Amsterdam kom ekki að sök þar sem skipulagið
hans Valda var til sérstakrar fyrirmyndar. Hann stjórnaði reyndar hvorki
veðrinu yfir Hollandi eða lendingunni sem var með versta móti ! ! !
Eftir stutt stopp í Amsterdam var flogið áfram til London og þar biðum við
í um 3 tíma eftir fluginu heim. Sit núna í vélinni á leið til Íslands,
alsæl með að hafa nennt að drösla fartölvunni með. Er búin að skrifa eina
fundargerð fyrir utan þetta blogg þannig að það er verið að nýta tímann.
------------------------------------
Að lokinni ferð er rétt að geta þess að ráðstefnan var einstaklega góð að
okkar mati og ekki síður var gaman að fá tækifæri til að sjá Búkarest og
það sem hún hefur uppá að bjóða. Það er alltaf sérstakt að verða vitni að
þeim mun sem er á lífskjörum á milli þjóða og í þessu tilfelli sló það mig
hvað tilveran í þessu landi er erfið.
Launin eru svo lág og fólk hefur litla möguleika á því að auka tekjur sínar
með eðlilegum hætti. Menntun er ekki metin til launa þar sam allir hafa svo
til það sama. Nú erum við búin að heimsækja Króatíu, Serbíu,
Svartfjallaland og Rúmeníu og það er enginn vafi í mínum huga að lífskjörin
eru verst í Rúmeníu.
Þarna hafa líka verið unnin óafturkræf spellvirki á tímum kommúnista þar sem
Búkarest var meira og minna rústað vegna duttlunga ráðamanna. Það er erfitt
að gera sér í hugarlund hvernig fólki líður sem er neytt til að yfirgefa
heimili sitt og í stað húss með garði á góðum stað er því úthlutað íbúð í
einni af óteljandi blokkarbyggingum sem hróflað var upp í þeim tilgangi að
hýsa sem flesta á sem minnstu svæði. Það er enda óhuggulegt að horfa yfir
endalausar raðirnar af litlausum, sálarlausum blokkum í úrhverfunum.
En þrátt fyrir skipulagsleg mistök fyrri tíma þá er Búkarest borg með ríka
sögu. Rúmenar eru gestrisnir og fúsir til að aðstoða fáfróða ferðalanga,
tala nú ekki um ef að þeim er gaukað nokkrum leium Rétt að geta þess að
nýbúið er að skipta um mynt í landinu og klippa 4 núll aftan af. Í gangi
eru bæði gamlir og nýjir peningar og það þurfti oft að hugsa sig vel um áður
en hlutur var greiddur hversu mörg núll ætti að stroka út. Peningarnir eru
líka úr einhverskonar plasti og því ekki hægt að rífa þá nokk sama hvað
maður reyndi.
Hópurinn heimsótti Valda og Sigrúnu í morgun til að skála í kampavíni við
húsbóndann sem náði þeim eftirsóknarverða áfanga að verða 40 ára í dag. Til
hamingju Valdi.
Sendi líka hamingjuóskir til Guðrúnar systur sem einnig á afmæli í dag!
Það var nú ekki verið að bruðla með afmælisdaga á Þelamörkinni hér í den! ! !
-------------
Viðburðarríkir dagar í Búkarest að baki og stefnan sett heim á leið.
Með okkur í vélinni til Amsterdam voru liðsmenn Steaua Bucarest í fótbolta
sem eiga að spila við eitthvert hollenskt lið í Evrópukeppninni. Urmull af
fréttamönnum og ljósmyndurum fylgdi liðinu þannig að það var nú ekki annað
hægt en að smella sér í hópinn og taka myndir af þeim sem virtust vera
vinsælastir. Þær koma á bloggið síðar með sérstökum kveðjum til
íþróttafríkanna í fjölskyldunni....
Örlítil seinkun á fluginu til Amsterdam kom ekki að sök þar sem skipulagið
hans Valda var til sérstakrar fyrirmyndar. Hann stjórnaði reyndar hvorki
veðrinu yfir Hollandi eða lendingunni sem var með versta móti ! ! !
Eftir stutt stopp í Amsterdam var flogið áfram til London og þar biðum við
í um 3 tíma eftir fluginu heim. Sit núna í vélinni á leið til Íslands,
alsæl með að hafa nennt að drösla fartölvunni með. Er búin að skrifa eina
fundargerð fyrir utan þetta blogg þannig að það er verið að nýta tímann.
------------------------------------
Að lokinni ferð er rétt að geta þess að ráðstefnan var einstaklega góð að
okkar mati og ekki síður var gaman að fá tækifæri til að sjá Búkarest og
það sem hún hefur uppá að bjóða. Það er alltaf sérstakt að verða vitni að
þeim mun sem er á lífskjörum á milli þjóða og í þessu tilfelli sló það mig
hvað tilveran í þessu landi er erfið.
Launin eru svo lág og fólk hefur litla möguleika á því að auka tekjur sínar
með eðlilegum hætti. Menntun er ekki metin til launa þar sam allir hafa svo
til það sama. Nú erum við búin að heimsækja Króatíu, Serbíu,
Svartfjallaland og Rúmeníu og það er enginn vafi í mínum huga að lífskjörin
eru verst í Rúmeníu.
Þarna hafa líka verið unnin óafturkræf spellvirki á tímum kommúnista þar sem
Búkarest var meira og minna rústað vegna duttlunga ráðamanna. Það er erfitt
að gera sér í hugarlund hvernig fólki líður sem er neytt til að yfirgefa
heimili sitt og í stað húss með garði á góðum stað er því úthlutað íbúð í
einni af óteljandi blokkarbyggingum sem hróflað var upp í þeim tilgangi að
hýsa sem flesta á sem minnstu svæði. Það er enda óhuggulegt að horfa yfir
endalausar raðirnar af litlausum, sálarlausum blokkum í úrhverfunum.
En þrátt fyrir skipulagsleg mistök fyrri tíma þá er Búkarest borg með ríka
sögu. Rúmenar eru gestrisnir og fúsir til að aðstoða fáfróða ferðalanga,
tala nú ekki um ef að þeim er gaukað nokkrum leium Rétt að geta þess að
nýbúið er að skipta um mynt í landinu og klippa 4 núll aftan af. Í gangi
eru bæði gamlir og nýjir peningar og það þurfti oft að hugsa sig vel um áður
en hlutur var greiddur hversu mörg núll ætti að stroka út. Peningarnir eru
líka úr einhverskonar plasti og því ekki hægt að rífa þá nokk sama hvað
maður reyndi.
Wednesday, February 08, 2006
Frídagur í Búkarest.
Tókum það rólega í morgun enda mikil törn að baki. Vorum samt komin út um hádegi og kúrsinn settur á Ghencea kirkjugarðinn. Þar mættu okkur örggisverðir í hliðinu sem greinilega voru ekkert of hrifnir af því að fá útlendinga í kirkjugarðinn. Tala nú ekki um þegar við spurðum hvar leiðið hans Ceausescu væri. Upphófst mikið handapat og það eina sem við skildum var niet fotografia ! ! Síðan fengum við fylgd að leiðinu. Látlaust með steinkrossi en hlaðið borðum og blómum þannig að einhverjir hér heiðra minningu leiðtogans. Auðvitað vildum við taka myndir og Lalli rétti stráknum nokkur "lei" til að fá leyfi til þess. Skundar hann þá ekki með peninginn til hóps af öryggisvörðum sem stóðu í garðinum. Þegar allur hópurinn kom yfir til okkar hélt ég að nú yrði Lalli settur í steininn fyrir að reyna að múta stráknum. En nei, þá vildi yfirmaðurinn aurinn og við fengum að mynda eins og við vildum. Síðan fylgdi allur hópurinn okkur að leiðinu hennar Elenu og síðan að leiði sonar þeirra hjóna Nicos´ar.
Merkilegt hvað peningar geta haft mikil áhrif og hér gengur allt fyrir mútum og tipsi. Kirkjugarðuinn var fallegur eins og þeir eru ávallt hér um slóðir, Lalli ætlaði inní kapelluna á staðnum en hrökklaðist öfugur út því þá stóð þar yfir líkvaka og líkið uppivið í miðri kapellunni. Allan tímann var eins og hjörð af hundum væri að missa vitið í nágrenninu og stóð okkur ekki alveg á sama um það. Hér eru lausir hundar mikið vandamál enda gjörsamlega alls staðar. Japanskur túristi lést hér í nóvember eftir að hundur beit í sundur slagæð og heimamenn ræða mikið um það hversu hundarnir séu hættulegir.
Tókum leigubíl á næsta stað sem var Patriarhala kikjan.
Byggð 1654 á einni af örfáum hólum Búkarest borgar. Þessi kirkja hefur hýst höfuðstöðvar Rómversku réttrúnaðarkirkjunnar (Romanian Orthodox ?) alla tíð. Þarna var greinilega heilmikið ríkidæmi því við húsin sem stóðu á afgirtri lóðinni stóðu BMW´ar og aðrar glæsikerrur sem annars sjást varla hér í bæ. Fyrir utan kirkjuhliðið stóðu betlarar í röðum, ungar konur með börn, gamlar og hoknar konur, heil fjölskylda með litla krakka og fleiri og fleiri. Á alltaf erfitt með að ganga framhjá gömlu konunum. Sérstaklega hér þar sem ég hef grun um að ellilífeyrir ríkisins sé í kringum 65 evrur á mánuði. Hver getur mögulega lifað á því?
Ekkert útsýni var af þessari hæð enda varla um hæð að ræða þó hún sé kölluð það í túristabókunum. Við tókum síðan leigubíl (eins og alltaf) út að markaði sem heitir Oridea. Hann var mjög skemmtilegur en þar ægði öllu saman og mikið líf. Skiptist í inni og úti markað þar sem matur af öllu tagi var til sölu. Tók nokkrar myndir þarna inni en þá skyndilega birtust öryggisverðir og heimtuðu að fá að sjá myndirnar, linntu síðan ekki látum fyrr en ég eyddi út öllu sem ég hafði tekið á markaðnum. Eins gott að þeir sáu ekki myndirnar af grafreitunum, það hefði ekki verið vænlegt til vinsælda. Við settust síðan á kaffihús og þar ætlaði ég að mynda Valda og Skorra. Kemur þá ekki þjónustustúlkan á harðahlaupum og segir að það sé stranglega bannað að mynda þarna inni.
Maður hlýtur nú að spyrja sig hvað sé eiginlega að.....
Við erum að verða sérfræðingar í leigubílum og veljum alltaf bíla sem kosta ca 1 lei á kílómetrann eða um 20 krónur. Þeir eru aftur á móti flestir af tegundinni Dacia eða eitthvað þaðan af verra og í dag var ég þeirri stundu fegnust að komast út úr eðalvagninum þar sem ég horfði út um skottið og niður á götu úr aftursætinu, vel að merkja þetta var ekki station bíll ! ! Tók svo eftir því þegar út var komið að húddinu var ekki hægt að loka og annað frambrettið að detta af. Erum að hugsa um að hækka standarinn á bílunum uppí svona 2 lei kannski...
Annars förum við allra okkar ferða í leigubílum og líkar ferðamátinn vel, stundum er maður heppinn og lendir á bílstjóra sem talar ensku. Það er aftur á móti afar sjaldgæft. Þeir eru samt betri í ensku en Serbarnir þar sem svo til enginn gat tjáð sig á því tungumáli.
Fórum á Líbanskan veitingastað í kvöld og enduðum svo eins og flest hin kvöldin á sportbarnum á hótelinu. Þar eru nefnilega tvö pool borð, íslenski hópurinn æfir stíft og keppir grimmt innbyrðis. Reyndar er þetta svolítð ójafnt þar sem Skorri hefur forskot verandi keppandi í greininni. Við sem erum að byrja sínum samt snilldartakta og margar nýjar útfærslur á skotum.
Tókum það rólega í morgun enda mikil törn að baki. Vorum samt komin út um hádegi og kúrsinn settur á Ghencea kirkjugarðinn. Þar mættu okkur örggisverðir í hliðinu sem greinilega voru ekkert of hrifnir af því að fá útlendinga í kirkjugarðinn. Tala nú ekki um þegar við spurðum hvar leiðið hans Ceausescu væri. Upphófst mikið handapat og það eina sem við skildum var niet fotografia ! ! Síðan fengum við fylgd að leiðinu. Látlaust með steinkrossi en hlaðið borðum og blómum þannig að einhverjir hér heiðra minningu leiðtogans. Auðvitað vildum við taka myndir og Lalli rétti stráknum nokkur "lei" til að fá leyfi til þess. Skundar hann þá ekki með peninginn til hóps af öryggisvörðum sem stóðu í garðinum. Þegar allur hópurinn kom yfir til okkar hélt ég að nú yrði Lalli settur í steininn fyrir að reyna að múta stráknum. En nei, þá vildi yfirmaðurinn aurinn og við fengum að mynda eins og við vildum. Síðan fylgdi allur hópurinn okkur að leiðinu hennar Elenu og síðan að leiði sonar þeirra hjóna Nicos´ar.
Merkilegt hvað peningar geta haft mikil áhrif og hér gengur allt fyrir mútum og tipsi. Kirkjugarðuinn var fallegur eins og þeir eru ávallt hér um slóðir, Lalli ætlaði inní kapelluna á staðnum en hrökklaðist öfugur út því þá stóð þar yfir líkvaka og líkið uppivið í miðri kapellunni. Allan tímann var eins og hjörð af hundum væri að missa vitið í nágrenninu og stóð okkur ekki alveg á sama um það. Hér eru lausir hundar mikið vandamál enda gjörsamlega alls staðar. Japanskur túristi lést hér í nóvember eftir að hundur beit í sundur slagæð og heimamenn ræða mikið um það hversu hundarnir séu hættulegir.
Tókum leigubíl á næsta stað sem var Patriarhala kikjan.
Byggð 1654 á einni af örfáum hólum Búkarest borgar. Þessi kirkja hefur hýst höfuðstöðvar Rómversku réttrúnaðarkirkjunnar (Romanian Orthodox ?) alla tíð. Þarna var greinilega heilmikið ríkidæmi því við húsin sem stóðu á afgirtri lóðinni stóðu BMW´ar og aðrar glæsikerrur sem annars sjást varla hér í bæ. Fyrir utan kirkjuhliðið stóðu betlarar í röðum, ungar konur með börn, gamlar og hoknar konur, heil fjölskylda með litla krakka og fleiri og fleiri. Á alltaf erfitt með að ganga framhjá gömlu konunum. Sérstaklega hér þar sem ég hef grun um að ellilífeyrir ríkisins sé í kringum 65 evrur á mánuði. Hver getur mögulega lifað á því?
Ekkert útsýni var af þessari hæð enda varla um hæð að ræða þó hún sé kölluð það í túristabókunum. Við tókum síðan leigubíl (eins og alltaf) út að markaði sem heitir Oridea. Hann var mjög skemmtilegur en þar ægði öllu saman og mikið líf. Skiptist í inni og úti markað þar sem matur af öllu tagi var til sölu. Tók nokkrar myndir þarna inni en þá skyndilega birtust öryggisverðir og heimtuðu að fá að sjá myndirnar, linntu síðan ekki látum fyrr en ég eyddi út öllu sem ég hafði tekið á markaðnum. Eins gott að þeir sáu ekki myndirnar af grafreitunum, það hefði ekki verið vænlegt til vinsælda. Við settust síðan á kaffihús og þar ætlaði ég að mynda Valda og Skorra. Kemur þá ekki þjónustustúlkan á harðahlaupum og segir að það sé stranglega bannað að mynda þarna inni.
Maður hlýtur nú að spyrja sig hvað sé eiginlega að.....
Við erum að verða sérfræðingar í leigubílum og veljum alltaf bíla sem kosta ca 1 lei á kílómetrann eða um 20 krónur. Þeir eru aftur á móti flestir af tegundinni Dacia eða eitthvað þaðan af verra og í dag var ég þeirri stundu fegnust að komast út úr eðalvagninum þar sem ég horfði út um skottið og niður á götu úr aftursætinu, vel að merkja þetta var ekki station bíll ! ! Tók svo eftir því þegar út var komið að húddinu var ekki hægt að loka og annað frambrettið að detta af. Erum að hugsa um að hækka standarinn á bílunum uppí svona 2 lei kannski...
Annars förum við allra okkar ferða í leigubílum og líkar ferðamátinn vel, stundum er maður heppinn og lendir á bílstjóra sem talar ensku. Það er aftur á móti afar sjaldgæft. Þeir eru samt betri í ensku en Serbarnir þar sem svo til enginn gat tjáð sig á því tungumáli.
Fórum á Líbanskan veitingastað í kvöld og enduðum svo eins og flest hin kvöldin á sportbarnum á hótelinu. Þar eru nefnilega tvö pool borð, íslenski hópurinn æfir stíft og keppir grimmt innbyrðis. Reyndar er þetta svolítð ójafnt þar sem Skorri hefur forskot verandi keppandi í greininni. Við sem erum að byrja sínum samt snilldartakta og margar nýjar útfærslur á skotum.
Tuesday, February 07, 2006
Hrikalega erfitt að rífa sig á fætur í morgun enda var mikið fjör hér á hótelinu fram eftir nóttu. Ætluðum á casinoið en þá vorum við ekki með skilríki þannig að við komumst ekki inn. Nenntum ekki upp eftir vegabréfunum enda var þetta ekki það spennandi. Hér eru spilavíti á hverju horni enda fjárhættuspil löglegt í landinu.
Enduðum í staðinn á hótelbarnum í góðum félagsskap.
Í morgun hélt yfirmaður Unilever(Dave) í suður og austur Evrópu afskaplega skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur um starfsemina hér og staðhætti á svæðinu. Ég verð alltaf heillaðri og heillaðri af þessum löndum enda held ég að það séu síðustu forvöð að upplifa þennan menningarheim. Verst ef að fríið okkar í Danmörku verður ekki að neinu af því okkur langar svo til Transylvaníu ! ! Gætum reyndar keyrt þangað á morgun en það tekur 2-3 tíma aðra leið og núna er bæði hálka og snjór þannig að það er varla þorandi.
Dave fór vel yfir efnahagsástand Rúmeníu og ótrúlegt að heyra hvernig málum er háttað hér. Vel menntaður læknir er með um 100 evrur (7400 kr) í mánaðarlaun. Allir eru reyndar með þessar sömu 100 evrur í laun því launajöfnuður er mikill. Síðan þiggja allir mútur og tips eins og þeir geta mögulega komist yfir því annars kemst fólk ekki af. Þó að okkur finnist verðlagið hér hlægilegt þá er það nú samt ekki þannig að maður geti lifað hér á 100 evrum. Rúmenarnir versla reyndar ekki í þeim búðum þar sem við höfum verið það gætu þeir aldrei gert.
Morguninn byrjaði venju samkvæmt á "the recap game", fundargestum er skipt í hópa og svo er keppni um það hver man mest úr fyrirlestrum dagsins á undan. Malta vann í morgun og mig minnir að mr. Steffan Borg vinni alltaf. Sá líka í morgun hvers vegna en Carmel sem vinnur hjá honum hafði greinilega tekið svo umfangsmiklar glósur í gær að ekkert smáatriði hafði sloppið þar framhjá! ! Fyrir hádegi voru fyrirlestrar, kynningar og smakk á tilbúnum réttum. Eftir hádegi var hópavinna og viðurstöður hópanna kynntar. Hópavinnnan er mjög gagnleg en þar skiptast menn á skoðunum og reynslusögum ásamt því að kynnast betur. Í mínum hópi voru aðilar frá Gíbraltar, Möltu og Íslandi. Tvö afskaplega lítil lönd með stuttar vegalengdir þannig að aðstaða okkar er ólík. Mesta athygli vakti þó feðraorlofið okkar sem ég kynnti aðeins fyrir þeim. Þetta þótti afskaplega sérstakt en á Möltu eiga feður rétt á 2 daga fríi og á Gíbraltar 3 dögum. Lok ráðstefnunnar voru hefðbundin en í ár var það nýr yfirmaður Richard Firth sem fór yfir það sem gert hefur verið og setti öllum aðilum ný markmið fyrir árið 2006. Um leið var Andy Lamont kvaddur með virktum en hann lætur nú af störfum fyrir Unilever.
Í kvöld var farið á veitingahúsið Casa Doina sem er afskaplega góður og þekktur staður. Maturinn var sá besti sem við höfum fengið í ferðinni en það var svo sem ekki um mikla samkeppni að ræða.
Enduðum í staðinn á hótelbarnum í góðum félagsskap.
Í morgun hélt yfirmaður Unilever(Dave) í suður og austur Evrópu afskaplega skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur um starfsemina hér og staðhætti á svæðinu. Ég verð alltaf heillaðri og heillaðri af þessum löndum enda held ég að það séu síðustu forvöð að upplifa þennan menningarheim. Verst ef að fríið okkar í Danmörku verður ekki að neinu af því okkur langar svo til Transylvaníu ! ! Gætum reyndar keyrt þangað á morgun en það tekur 2-3 tíma aðra leið og núna er bæði hálka og snjór þannig að það er varla þorandi.
Dave fór vel yfir efnahagsástand Rúmeníu og ótrúlegt að heyra hvernig málum er háttað hér. Vel menntaður læknir er með um 100 evrur (7400 kr) í mánaðarlaun. Allir eru reyndar með þessar sömu 100 evrur í laun því launajöfnuður er mikill. Síðan þiggja allir mútur og tips eins og þeir geta mögulega komist yfir því annars kemst fólk ekki af. Þó að okkur finnist verðlagið hér hlægilegt þá er það nú samt ekki þannig að maður geti lifað hér á 100 evrum. Rúmenarnir versla reyndar ekki í þeim búðum þar sem við höfum verið það gætu þeir aldrei gert.
Morguninn byrjaði venju samkvæmt á "the recap game", fundargestum er skipt í hópa og svo er keppni um það hver man mest úr fyrirlestrum dagsins á undan. Malta vann í morgun og mig minnir að mr. Steffan Borg vinni alltaf. Sá líka í morgun hvers vegna en Carmel sem vinnur hjá honum hafði greinilega tekið svo umfangsmiklar glósur í gær að ekkert smáatriði hafði sloppið þar framhjá! ! Fyrir hádegi voru fyrirlestrar, kynningar og smakk á tilbúnum réttum. Eftir hádegi var hópavinna og viðurstöður hópanna kynntar. Hópavinnnan er mjög gagnleg en þar skiptast menn á skoðunum og reynslusögum ásamt því að kynnast betur. Í mínum hópi voru aðilar frá Gíbraltar, Möltu og Íslandi. Tvö afskaplega lítil lönd með stuttar vegalengdir þannig að aðstaða okkar er ólík. Mesta athygli vakti þó feðraorlofið okkar sem ég kynnti aðeins fyrir þeim. Þetta þótti afskaplega sérstakt en á Möltu eiga feður rétt á 2 daga fríi og á Gíbraltar 3 dögum. Lok ráðstefnunnar voru hefðbundin en í ár var það nýr yfirmaður Richard Firth sem fór yfir það sem gert hefur verið og setti öllum aðilum ný markmið fyrir árið 2006. Um leið var Andy Lamont kvaddur með virktum en hann lætur nú af störfum fyrir Unilever.
Í kvöld var farið á veitingahúsið Casa Doina sem er afskaplega góður og þekktur staður. Maturinn var sá besti sem við höfum fengið í ferðinni en það var svo sem ekki um mikla samkeppni að ræða.
Monday, February 06, 2006
Kynningar og fundahöld
Fundurinn byrjaði klukkan 9 í morgun og stóð til klukkan 17. Starfsmenn Unilever fluttu erindi um starfsemi fyrirtækisins, um árið sem er að baki og kynntu nýjungar ársins 2006. Nokkrar nýjungar eru væntanlegar á markað og munum við kynna þær fyrir íslenskum neytendum á næstu mánuðum. Stærð þessa ágæta fyrirtækis Unilever er okkur ávallt jafn mikið undrunarefni enda velta þeir margföldum fjárlögum íslenska ríkisins á ári.
Það kom mér líka á óvart að á heimsvísu er velta ísmarkaðarins jöfn veltu súkkulaði- og sælgætisiðnaðarins. Gosdrykkja markaðurinn gnæfir síðan yfir öllu saman með margfalda veltu hinna greinanna. Í USA er neysla á ís yfir 20 ltr pr. ár á meðan að Evrópubúar borða um 12 ltr. Unilever er stærsta ísframleiðslu fyrirtæki í heimi og eiga þeir verksmiðjur í fjölmörgum löndum í öllum heimsálfum. Það er gaman að heyra hvernig þeir nálgast sína markaði enda er sölustarfið ávallt eins sama hvort þú ert á Íslandi eða í Ghana.
Hápunktur þessara funda er þegar hin ýmsu lönd gefa skýrslur um starfsemi sína Okkar menn þeir Skorri og Valdimar stóðu sig vel og voru með fína kynningu. Eins og endranær komu þeir með einhver undarlegheit og í ár var ekki brugðið útaf vananum þegar Valdimar söng af bandi fyrir Andy forstjóra sem er að hætta í Apríl ! ! !
Í kvöld fór hópurinn á skemmtilegan veitingastað sem heitir La Jaristea. Mikið líf og fjölmörg skemmtiatriði héldu uppi fjörinu. Söngvarar, dansarar og hljóðfæraleikarar. Maturinn var reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir en það skipti engu því það var svo mikið líf á staðnum.
Fundurinn byrjaði klukkan 9 í morgun og stóð til klukkan 17. Starfsmenn Unilever fluttu erindi um starfsemi fyrirtækisins, um árið sem er að baki og kynntu nýjungar ársins 2006. Nokkrar nýjungar eru væntanlegar á markað og munum við kynna þær fyrir íslenskum neytendum á næstu mánuðum. Stærð þessa ágæta fyrirtækis Unilever er okkur ávallt jafn mikið undrunarefni enda velta þeir margföldum fjárlögum íslenska ríkisins á ári.
Það kom mér líka á óvart að á heimsvísu er velta ísmarkaðarins jöfn veltu súkkulaði- og sælgætisiðnaðarins. Gosdrykkja markaðurinn gnæfir síðan yfir öllu saman með margfalda veltu hinna greinanna. Í USA er neysla á ís yfir 20 ltr pr. ár á meðan að Evrópubúar borða um 12 ltr. Unilever er stærsta ísframleiðslu fyrirtæki í heimi og eiga þeir verksmiðjur í fjölmörgum löndum í öllum heimsálfum. Það er gaman að heyra hvernig þeir nálgast sína markaði enda er sölustarfið ávallt eins sama hvort þú ert á Íslandi eða í Ghana.
Hápunktur þessara funda er þegar hin ýmsu lönd gefa skýrslur um starfsemi sína Okkar menn þeir Skorri og Valdimar stóðu sig vel og voru með fína kynningu. Eins og endranær komu þeir með einhver undarlegheit og í ár var ekki brugðið útaf vananum þegar Valdimar söng af bandi fyrir Andy forstjóra sem er að hætta í Apríl ! ! !
Í kvöld fór hópurinn á skemmtilegan veitingastað sem heitir La Jaristea. Mikið líf og fjölmörg skemmtiatriði héldu uppi fjörinu. Söngvarar, dansarar og hljóðfæraleikarar. Maturinn var reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir en það skipti engu því það var svo mikið líf á staðnum.
Sunday, February 05, 2006
Höll alþýðunnar, bændasafnið og fundur . .
Þegar við litum út um gluggana í morgun var ansi kuldalegt um að litast. Snjófjúk í borginni og greinilega ansi kalt. Létum það nú samt ekki aftra okkur frá því að fara í Höll alþýðunnar og nú skyldi hún skoðuð. Þessi höll er auðvitað ekkert minna en ótrúleg. Ef manni finnst hún skrýmsli utan frá séð þá er hún hreinasta bilun þegar inn er komið. Salirnir eru svo ofboðslega stórir, gangarnir svo ofvaxnir, lofthæðin ótrúleg, teppin, kristallinn og marmarinn þannig að engu tali tekur. Fyrst finnst manni þetta flott en síðan fyllist maður ógeði á tilgangsleysi byggingarinnar. Þetta hús hefur aldrei haft neinn tilgang. Alltof, alltof stórt í upphafi og engin not fyrir alla þessa glæstu sali og fallegu vistarverur. Í dag er verið að reyna að leigja út salina fyrir fundi og ráðstefnur og við grínuðumst með að okkar ráðstefnu hefði nægt fremsti bekkurinn í einum salnum ! !
Aðal dans salurinn er til dæmis um 2000 m2, hann hefur aldrei verið notaður sem slíkur. Gangurinn að honum er 150 metra langur. Allur efniviður í höllinni er frá Rúmeníu og maður getur ekki varist þeirri hugusun hversu mikið var tekið frá þjóðinni við byggingu þessa húss. Hefðum reyndar alveg geta hugsað okkur að brot af þessum marmara öllum væri kominn inná baðherbergi í ákveðnu húsi við Heiðmörkina ! !
--------------
Vorum síðan rænd af leigubílstjóra sem tók 140 lei fyrir að keyra okkur smá spöl á næsta safn. Undir eðlilegum aðstæðum hefði þetta átt að kosta 14 en hann missti bæði mál, ráð og rænu þegar við ætluðum að rífast við hann þannig að það þýddi ekkert. Svo leit hann út eins og leigubílstjórarnir sem höfðu okkur að fíflum í Zagreb hér um árið, var ábyggilega í sömu mafíunni og þeir. Héðan í frá lokum við ekki hurðum á leigubílum nema að vera búin að athuga hvað þeir kosta.
Ég dró Lalla, Valda og Sigrúnu á Bænda safnið sem samkvæmt bæklingnum er besta safnið í Búkarest. Verð að segja að það stóð ekki undir væntingum og það er örugglega bið á því að þau leyfi mér að stjórna aftur í þessari ferð ! ! Það hafa reyndar allir gott af því að sjá gömul amboð, aska og rokka hvar sem maður er staddur í heiminum. Enduðum síðan í stórri verslana þvögu niður í miðbæ áður en haldið var heim á hótel.
Ráðstefnan hófst í kvöld með "welcoming dinner" á hótelinu. Það er gaman að hitta allt þetta fólk aftur en það er alltaf sami hópurinn sem mætir á þessar ráðstefnur. Vantar reyndar nokkuð marga í ár finnst okkur. Líbanski fulltrúinn fékk ekki vegabréfsáritun og því kemur enginn þaðan. Enginn er frá Singapúr eða Ghana en í staðinn er mættur fulltrúi frá Barbados sem virðist vera hinn skemmtilegasti. Nú taka við tveir dagar með fundum frá morgni til kvölds hjá öllum nema Sigrúnu og Lalla. Var að hugsa um að móðgast við breska forstjórann þegar hann kom til mín og spurði hvernig ég hyggðist eyða deginum á morgun. Það er auðvitað óhugsandi að kvenfólk sé á þessum fundum! ! ! Við erum líka bara þrjár, ég, Debbie frá Möltu og ein ný frá Kýpur sýnist mér. Láru frá Líbanon er sárt saknað.
Heyrðum það í dag að Marriot hótelið sem við búum á hafi í upphafi verið byggt sem gestahús við Höllina stóru! Hversu mörgum gestum býst maður eiginlega við þegar maður er einræðisherra?
Kíkið á þessa síðu um Búkarest, fortíð og nútíð.
Saturday, February 04, 2006
Rölt um Búkarest
Þegar morgunverðarhlaðborðin eru eins og hér gerist þá þarf maður ekki að borða meira yfir daginn ... Allt sem hugurinn girnist á boðstólum og ýmislegt sem manni dytti aldrei í hug að borða einnig.
Mannskapurinn var slæptur í morgun enda langt ferðalag að baki í gær. Það rjátlaðist þó fljótt af mönnum og örkuðum við af stað uppúr hádegi að skoða borgina. Það er ekki eins kalt og við héldum og fljótlega kom í ljós að íslensku vetrarfötunum var ofaukið við þessar aðstæður. Við gengum yfir að "Höll alþýðunnar" sem er hér hinu megin við götuna. Risastórt hús sem virkar einhvern veginn eins og skrýmsli í borginni sérstaklega þegar maður veit hvernig það er tilkomið. Gamli bærinn í Búkarest stóð þarna áður en honum var rutt í burtu til að gera bygginguna möulega. Í staðinn er Búkarest miðbæjarlaus borg. Við löbbuðum þarna um lengi vel og fundum ekkert sem við myndum kalla miðbæ. Ætlum reyndar að leita betur á morgun :-) Kíktum inní kirkjur og á kaffihús og skoðuðum furðulegan byggingastílinn. Hér virðist húsum vera betur við haldið en til dæmis í Zagreb þar sem allt var að hruni komið en kannski er það bara vegna þess að við aðalgöturnar standa húsin sem Ceausecue lét byggja og það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan.
Enduðum daginn í Plaza mall sem er fyrir utan miðbæinn. Tókum leigubíl þangað og héðan í frá munum við ekki labba neitt í þessari borg en ferðin kostaði innan við 200 kall. Verðlagið er eins og í öðrum austantjalds ríkjum hálf hlægilegt en matur, bjór og gos fyrir 7 manns kostaði til dæmis um 4000 á veitingastað í verslunarmiðstöðinni.
Þegar morgunverðarhlaðborðin eru eins og hér gerist þá þarf maður ekki að borða meira yfir daginn ... Allt sem hugurinn girnist á boðstólum og ýmislegt sem manni dytti aldrei í hug að borða einnig.
Mannskapurinn var slæptur í morgun enda langt ferðalag að baki í gær. Það rjátlaðist þó fljótt af mönnum og örkuðum við af stað uppúr hádegi að skoða borgina. Það er ekki eins kalt og við héldum og fljótlega kom í ljós að íslensku vetrarfötunum var ofaukið við þessar aðstæður. Við gengum yfir að "Höll alþýðunnar" sem er hér hinu megin við götuna. Risastórt hús sem virkar einhvern veginn eins og skrýmsli í borginni sérstaklega þegar maður veit hvernig það er tilkomið. Gamli bærinn í Búkarest stóð þarna áður en honum var rutt í burtu til að gera bygginguna möulega. Í staðinn er Búkarest miðbæjarlaus borg. Við löbbuðum þarna um lengi vel og fundum ekkert sem við myndum kalla miðbæ. Ætlum reyndar að leita betur á morgun :-) Kíktum inní kirkjur og á kaffihús og skoðuðum furðulegan byggingastílinn. Hér virðist húsum vera betur við haldið en til dæmis í Zagreb þar sem allt var að hruni komið en kannski er það bara vegna þess að við aðalgöturnar standa húsin sem Ceausecue lét byggja og það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan.
Enduðum daginn í Plaza mall sem er fyrir utan miðbæinn. Tókum leigubíl þangað og héðan í frá munum við ekki labba neitt í þessari borg en ferðin kostaði innan við 200 kall. Verðlagið er eins og í öðrum austantjalds ríkjum hálf hlægilegt en matur, bjór og gos fyrir 7 manns kostaði til dæmis um 4000 á veitingastað í verslunarmiðstöðinni.
Friday, February 03, 2006
4 landa sýn ..
Erum loksins komin inná hótel í Búkarest eftir ferðalag í næstum því sólarhring.
Flugum fyrst til London, þaðan til Amsterdam og síðan átti að vera beint flug til Búkarest þaðan. Eftir rúmlega klukkutíma flug þá var tilkynnt að vegna þoku í Rúmeníu yrði að millilenda í Prag og sjá hvort aðstæður skánuðu ekki. Þar biðum við síðan í hátt á annan tíma í flugvélinni á meðan hún var fyllt af bensíni til að hægt væri að hringsóla yfir Búkarest. Ef ekki yrði hægt að lenda átti að snúa við og fara til Búdapest og bíða þar. Það hefði breytt þessari ágætu ferð okkar í 5 landa sýn ! !
Meira að segja japönsku túristarnir fögnuðu gríðarlega þegar kom í ljós að það yrði lent þrátt fyrir svarta þoku. Hér sér ekki útúr augum en það skiptir svo sem engu enda mið nótt. Við búum á Marriot hótelinu í miðbænum sem er það flottasta hótel sem ég hef nokkurn tímann verið á. Paris Hilton bliknar í samanburðinum. Þeir eru flottir á þessu í gömlu austantjaldsríkjunum. Er þó hrifnust af nettengingunni á herberginu sem gerir mér kleift að blogga án þess að kúldrast í einhverrri skrifstofu í lobbýinu eins og oftast er.
Erum loksins komin inná hótel í Búkarest eftir ferðalag í næstum því sólarhring.
Flugum fyrst til London, þaðan til Amsterdam og síðan átti að vera beint flug til Búkarest þaðan. Eftir rúmlega klukkutíma flug þá var tilkynnt að vegna þoku í Rúmeníu yrði að millilenda í Prag og sjá hvort aðstæður skánuðu ekki. Þar biðum við síðan í hátt á annan tíma í flugvélinni á meðan hún var fyllt af bensíni til að hægt væri að hringsóla yfir Búkarest. Ef ekki yrði hægt að lenda átti að snúa við og fara til Búdapest og bíða þar. Það hefði breytt þessari ágætu ferð okkar í 5 landa sýn ! !
Meira að segja japönsku túristarnir fögnuðu gríðarlega þegar kom í ljós að það yrði lent þrátt fyrir svarta þoku. Hér sér ekki útúr augum en það skiptir svo sem engu enda mið nótt. Við búum á Marriot hótelinu í miðbænum sem er það flottasta hótel sem ég hef nokkurn tímann verið á. Paris Hilton bliknar í samanburðinum. Þeir eru flottir á þessu í gömlu austantjaldsríkjunum. Er þó hrifnust af nettengingunni á herberginu sem gerir mér kleift að blogga án þess að kúldrast í einhverrri skrifstofu í lobbýinu eins og oftast er.