Friday, February 03, 2006
4 landa sýn ..
Erum loksins komin inná hótel í Búkarest eftir ferðalag í næstum því sólarhring.
Flugum fyrst til London, þaðan til Amsterdam og síðan átti að vera beint flug til Búkarest þaðan. Eftir rúmlega klukkutíma flug þá var tilkynnt að vegna þoku í Rúmeníu yrði að millilenda í Prag og sjá hvort aðstæður skánuðu ekki. Þar biðum við síðan í hátt á annan tíma í flugvélinni á meðan hún var fyllt af bensíni til að hægt væri að hringsóla yfir Búkarest. Ef ekki yrði hægt að lenda átti að snúa við og fara til Búdapest og bíða þar. Það hefði breytt þessari ágætu ferð okkar í 5 landa sýn ! !
Meira að segja japönsku túristarnir fögnuðu gríðarlega þegar kom í ljós að það yrði lent þrátt fyrir svarta þoku. Hér sér ekki útúr augum en það skiptir svo sem engu enda mið nótt. Við búum á Marriot hótelinu í miðbænum sem er það flottasta hótel sem ég hef nokkurn tímann verið á. Paris Hilton bliknar í samanburðinum. Þeir eru flottir á þessu í gömlu austantjaldsríkjunum. Er þó hrifnust af nettengingunni á herberginu sem gerir mér kleift að blogga án þess að kúldrast í einhverrri skrifstofu í lobbýinu eins og oftast er.
Erum loksins komin inná hótel í Búkarest eftir ferðalag í næstum því sólarhring.
Flugum fyrst til London, þaðan til Amsterdam og síðan átti að vera beint flug til Búkarest þaðan. Eftir rúmlega klukkutíma flug þá var tilkynnt að vegna þoku í Rúmeníu yrði að millilenda í Prag og sjá hvort aðstæður skánuðu ekki. Þar biðum við síðan í hátt á annan tíma í flugvélinni á meðan hún var fyllt af bensíni til að hægt væri að hringsóla yfir Búkarest. Ef ekki yrði hægt að lenda átti að snúa við og fara til Búdapest og bíða þar. Það hefði breytt þessari ágætu ferð okkar í 5 landa sýn ! !
Meira að segja japönsku túristarnir fögnuðu gríðarlega þegar kom í ljós að það yrði lent þrátt fyrir svarta þoku. Hér sér ekki útúr augum en það skiptir svo sem engu enda mið nótt. Við búum á Marriot hótelinu í miðbænum sem er það flottasta hótel sem ég hef nokkurn tímann verið á. Paris Hilton bliknar í samanburðinum. Þeir eru flottir á þessu í gömlu austantjaldsríkjunum. Er þó hrifnust af nettengingunni á herberginu sem gerir mér kleift að blogga án þess að kúldrast í einhverrri skrifstofu í lobbýinu eins og oftast er.