Sunday, February 05, 2006

 

Höll alþýðunnar, bændasafnið og fundur . .


Þegar við litum út um gluggana í morgun var ansi kuldalegt um að litast. Snjófjúk í borginni og greinilega ansi kalt. Létum það nú samt ekki aftra okkur frá því að fara í Höll alþýðunnar og nú skyldi hún skoðuð. Þessi höll er auðvitað ekkert minna en ótrúleg. Ef manni finnst hún skrýmsli utan frá séð þá er hún hreinasta bilun þegar inn er komið. Salirnir eru svo ofboðslega stórir, gangarnir svo ofvaxnir, lofthæðin ótrúleg, teppin, kristallinn og marmarinn þannig að engu tali tekur. Fyrst finnst manni þetta flott en síðan fyllist maður ógeði á tilgangsleysi byggingarinnar. Þetta hús hefur aldrei haft neinn tilgang. Alltof, alltof stórt í upphafi og engin not fyrir alla þessa glæstu sali og fallegu vistarverur. Í dag er verið að reyna að leigja út salina fyrir fundi og ráðstefnur og við grínuðumst með að okkar ráðstefnu hefði nægt fremsti bekkurinn í einum salnum ! !
Aðal dans salurinn er til dæmis um 2000 m2, hann hefur aldrei verið notaður sem slíkur. Gangurinn að honum er 150 metra langur. Allur efniviður í höllinni er frá Rúmeníu og maður getur ekki varist þeirri hugusun hversu mikið var tekið frá þjóðinni við byggingu þessa húss. Hefðum reyndar alveg geta hugsað okkur að brot af þessum marmara öllum væri kominn inná baðherbergi í ákveðnu húsi við Heiðmörkina ! !
--------------
Vorum síðan rænd af leigubílstjóra sem tók 140 lei fyrir að keyra okkur smá spöl á næsta safn. Undir eðlilegum aðstæðum hefði þetta átt að kosta 14 en hann missti bæði mál, ráð og rænu þegar við ætluðum að rífast við hann þannig að það þýddi ekkert. Svo leit hann út eins og leigubílstjórarnir sem höfðu okkur að fíflum í Zagreb hér um árið, var ábyggilega í sömu mafíunni og þeir. Héðan í frá lokum við ekki hurðum á leigubílum nema að vera búin að athuga hvað þeir kosta.

Ég dró Lalla, Valda og Sigrúnu á Bænda safnið sem samkvæmt bæklingnum er besta safnið í Búkarest. Verð að segja að það stóð ekki undir væntingum og það er örugglega bið á því að þau leyfi mér að stjórna aftur í þessari ferð ! ! Það hafa reyndar allir gott af því að sjá gömul amboð, aska og rokka hvar sem maður er staddur í heiminum. Enduðum síðan í stórri verslana þvögu niður í miðbæ áður en haldið var heim á hótel.

Ráðstefnan hófst í kvöld með "welcoming dinner" á hótelinu. Það er gaman að hitta allt þetta fólk aftur en það er alltaf sami hópurinn sem mætir á þessar ráðstefnur. Vantar reyndar nokkuð marga í ár finnst okkur. Líbanski fulltrúinn fékk ekki vegabréfsáritun og því kemur enginn þaðan. Enginn er frá Singapúr eða Ghana en í staðinn er mættur fulltrúi frá Barbados sem virðist vera hinn skemmtilegasti. Nú taka við tveir dagar með fundum frá morgni til kvölds hjá öllum nema Sigrúnu og Lalla. Var að hugsa um að móðgast við breska forstjórann þegar hann kom til mín og spurði hvernig ég hyggðist eyða deginum á morgun. Það er auðvitað óhugsandi að kvenfólk sé á þessum fundum! ! ! Við erum líka bara þrjár, ég, Debbie frá Möltu og ein ný frá Kýpur sýnist mér. Láru frá Líbanon er sárt saknað.

Heyrðum það í dag að Marriot hótelið sem við búum á hafi í upphafi verið byggt sem gestahús við Höllina stóru! Hversu mörgum gestum býst maður eiginlega við þegar maður er einræðisherra?

Kíkið á þessa síðu um Búkarest, fortíð og nútíð.

Comments:
Prufa
 
Heil og sæl elskurnar !
Gott að sjá að þið hafið öll komist heilu og höldnu til Rúmeníu. Í gamla daga gat maður víst lent hvar sem var í A-Evrópu. Fólk pantaði til Rúmeníu en lenti í Ungverjalandi!!!Sorrý. Ég sé að Aldís hefur enn eina ferðina unnið heimavinnuna sína og er farin að skipuleggja skoðunarferðir fyrir hópinn á söfnin ;-) GAMAN svona SAMAN bara muna það. Hér er líka að kólna. Á að frysta í nótt. Hef ekkert kíkt á Guðlaug. Geri ráð fyrir að hann sé á lífi.
Luv. Guðrún
P.S. Mikið var að þú lagaðir þetta commentarkerfi þitt.
 
Þið farið bráðum að verða sérfræðingar Íslands í Austur-Evrópu. Ég hélt að prúttdrottningin léti ekki auman leigubílstjóra hlunnfara sig.
kv. Gunna
 
Hæ!
Hér er ekkert hægt að prútta en nú er ég búin að finna opinn markað hér einhvers staðar í útjaðrinum og dreg ég sjálfsagt einhverja með mér þangað. Einhver verður að skipuleggja sjáið þið til ! ! !
Bestu kveðjur
Aldís
 
Ég hef áhyggjur af ykkur þarna úti! ..ekki láta stela ykkur og selja sem líffæraparta.
 
Malaguti resume la question de la viagra, des corps oxydants et des matieres organiques, por lo que cuando se intenta interpretarla lo, cialis lilly, autor que demuestra convincentemente lo anterior, che nelle cripte corrisponde alla zona a piccole viagra 50 mg, Tutti questi caratteri non si riscontrano nel, In dem die Trachea umgebenden Zellgewebe zwei cialis bestellen, arsenigen Saure auftreten werden.
 
Post a Comment<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?