Monday, February 06, 2006
Kynningar og fundahöld
Fundurinn byrjaði klukkan 9 í morgun og stóð til klukkan 17. Starfsmenn Unilever fluttu erindi um starfsemi fyrirtækisins, um árið sem er að baki og kynntu nýjungar ársins 2006. Nokkrar nýjungar eru væntanlegar á markað og munum við kynna þær fyrir íslenskum neytendum á næstu mánuðum. Stærð þessa ágæta fyrirtækis Unilever er okkur ávallt jafn mikið undrunarefni enda velta þeir margföldum fjárlögum íslenska ríkisins á ári.
Það kom mér líka á óvart að á heimsvísu er velta ísmarkaðarins jöfn veltu súkkulaði- og sælgætisiðnaðarins. Gosdrykkja markaðurinn gnæfir síðan yfir öllu saman með margfalda veltu hinna greinanna. Í USA er neysla á ís yfir 20 ltr pr. ár á meðan að Evrópubúar borða um 12 ltr. Unilever er stærsta ísframleiðslu fyrirtæki í heimi og eiga þeir verksmiðjur í fjölmörgum löndum í öllum heimsálfum. Það er gaman að heyra hvernig þeir nálgast sína markaði enda er sölustarfið ávallt eins sama hvort þú ert á Íslandi eða í Ghana.
Hápunktur þessara funda er þegar hin ýmsu lönd gefa skýrslur um starfsemi sína Okkar menn þeir Skorri og Valdimar stóðu sig vel og voru með fína kynningu. Eins og endranær komu þeir með einhver undarlegheit og í ár var ekki brugðið útaf vananum þegar Valdimar söng af bandi fyrir Andy forstjóra sem er að hætta í Apríl ! ! !
Í kvöld fór hópurinn á skemmtilegan veitingastað sem heitir La Jaristea. Mikið líf og fjölmörg skemmtiatriði héldu uppi fjörinu. Söngvarar, dansarar og hljóðfæraleikarar. Maturinn var reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir en það skipti engu því það var svo mikið líf á staðnum.
Fundurinn byrjaði klukkan 9 í morgun og stóð til klukkan 17. Starfsmenn Unilever fluttu erindi um starfsemi fyrirtækisins, um árið sem er að baki og kynntu nýjungar ársins 2006. Nokkrar nýjungar eru væntanlegar á markað og munum við kynna þær fyrir íslenskum neytendum á næstu mánuðum. Stærð þessa ágæta fyrirtækis Unilever er okkur ávallt jafn mikið undrunarefni enda velta þeir margföldum fjárlögum íslenska ríkisins á ári.
Það kom mér líka á óvart að á heimsvísu er velta ísmarkaðarins jöfn veltu súkkulaði- og sælgætisiðnaðarins. Gosdrykkja markaðurinn gnæfir síðan yfir öllu saman með margfalda veltu hinna greinanna. Í USA er neysla á ís yfir 20 ltr pr. ár á meðan að Evrópubúar borða um 12 ltr. Unilever er stærsta ísframleiðslu fyrirtæki í heimi og eiga þeir verksmiðjur í fjölmörgum löndum í öllum heimsálfum. Það er gaman að heyra hvernig þeir nálgast sína markaði enda er sölustarfið ávallt eins sama hvort þú ert á Íslandi eða í Ghana.
Hápunktur þessara funda er þegar hin ýmsu lönd gefa skýrslur um starfsemi sína Okkar menn þeir Skorri og Valdimar stóðu sig vel og voru með fína kynningu. Eins og endranær komu þeir með einhver undarlegheit og í ár var ekki brugðið útaf vananum þegar Valdimar söng af bandi fyrir Andy forstjóra sem er að hætta í Apríl ! ! !
Í kvöld fór hópurinn á skemmtilegan veitingastað sem heitir La Jaristea. Mikið líf og fjölmörg skemmtiatriði héldu uppi fjörinu. Söngvarar, dansarar og hljóðfæraleikarar. Maturinn var reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir en það skipti engu því það var svo mikið líf á staðnum.
Comments:
<< Home
Heil og sæl !
Það er eins gott að kallinn er að hætta - fyrir Valdimar.
Það telst nú varla útflutningsafurð gólið í honum ;-)
Og hvernig eyddir þú svo deginum góða mín ????
Guðlaugur er á lífi - síðast þegar ég vissi.
Luv G
Það er eins gott að kallinn er að hætta - fyrir Valdimar.
Það telst nú varla útflutningsafurð gólið í honum ;-)
Og hvernig eyddir þú svo deginum góða mín ????
Guðlaugur er á lífi - síðast þegar ég vissi.
Luv G
Takk fyrir kortið af hertogaynjunni af Cornwall og eiginmanni hennar. Takið svo mikið af myndum og píndu liðið til hins ýtrasta á hinum ýmsu söfnum, helst á minjasöfnum um sósíalismann. Þau eru yfirleitt þau allra leiðinlegustu.
kv. Gunna
kv. Gunna
Það er ekki að spyrja að bróður okkar, ef hann sér tækifæri til söngs þá grípur hann það!
Það er gaman að heyra frá ykkur þarna úti. Njótiði ferðarinnar,
ykkar Sigurbjörg
Það er gaman að heyra frá ykkur þarna úti. Njótiði ferðarinnar,
ykkar Sigurbjörg
Gaman að fylgjast með ferðum ykkar hér á síðunni.
Valdimar verður greinilega í góðri æfingu til að fara á kostum þann 18. :-)
Kv. IL
Post a Comment
Valdimar verður greinilega í góðri æfingu til að fara á kostum þann 18. :-)
Kv. IL
<< Home