Tuesday, February 07, 2006

 
Hrikalega erfitt að rífa sig á fætur í morgun enda var mikið fjör hér á hótelinu fram eftir nóttu. Ætluðum á casinoið en þá vorum við ekki með skilríki þannig að við komumst ekki inn. Nenntum ekki upp eftir vegabréfunum enda var þetta ekki það spennandi. Hér eru spilavíti á hverju horni enda fjárhættuspil löglegt í landinu.
Enduðum í staðinn á hótelbarnum í góðum félagsskap.

Í morgun hélt yfirmaður Unilever(Dave) í suður og austur Evrópu afskaplega skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur um starfsemina hér og staðhætti á svæðinu. Ég verð alltaf heillaðri og heillaðri af þessum löndum enda held ég að það séu síðustu forvöð að upplifa þennan menningarheim. Verst ef að fríið okkar í Danmörku verður ekki að neinu af því okkur langar svo til Transylvaníu ! ! Gætum reyndar keyrt þangað á morgun en það tekur 2-3 tíma aðra leið og núna er bæði hálka og snjór þannig að það er varla þorandi.
Dave fór vel yfir efnahagsástand Rúmeníu og ótrúlegt að heyra hvernig málum er háttað hér. Vel menntaður læknir er með um 100 evrur (7400 kr) í mánaðarlaun. Allir eru reyndar með þessar sömu 100 evrur í laun því launajöfnuður er mikill. Síðan þiggja allir mútur og tips eins og þeir geta mögulega komist yfir því annars kemst fólk ekki af. Þó að okkur finnist verðlagið hér hlægilegt þá er það nú samt ekki þannig að maður geti lifað hér á 100 evrum. Rúmenarnir versla reyndar ekki í þeim búðum þar sem við höfum verið það gætu þeir aldrei gert.

Morguninn byrjaði venju samkvæmt á "the recap game", fundargestum er skipt í hópa og svo er keppni um það hver man mest úr fyrirlestrum dagsins á undan. Malta vann í morgun og mig minnir að mr. Steffan Borg vinni alltaf. Sá líka í morgun hvers vegna en Carmel sem vinnur hjá honum hafði greinilega tekið svo umfangsmiklar glósur í gær að ekkert smáatriði hafði sloppið þar framhjá! ! Fyrir hádegi voru fyrirlestrar, kynningar og smakk á tilbúnum réttum. Eftir hádegi var hópavinna og viðurstöður hópanna kynntar. Hópavinnnan er mjög gagnleg en þar skiptast menn á skoðunum og reynslusögum ásamt því að kynnast betur. Í mínum hópi voru aðilar frá Gíbraltar, Möltu og Íslandi. Tvö afskaplega lítil lönd með stuttar vegalengdir þannig að aðstaða okkar er ólík. Mesta athygli vakti þó feðraorlofið okkar sem ég kynnti aðeins fyrir þeim. Þetta þótti afskaplega sérstakt en á Möltu eiga feður rétt á 2 daga fríi og á Gíbraltar 3 dögum. Lok ráðstefnunnar voru hefðbundin en í ár var það nýr yfirmaður Richard Firth sem fór yfir það sem gert hefur verið og setti öllum aðilum ný markmið fyrir árið 2006. Um leið var Andy Lamont kvaddur með virktum en hann lætur nú af störfum fyrir Unilever.

Í kvöld var farið á veitingahúsið Casa Doina sem er afskaplega góður og þekktur staður. Maturinn var sá besti sem við höfum fengið í ferðinni en það var svo sem ekki um mikla samkeppni að ræða.

Comments:
Hæ öll
Gaman að fylgjast með ykkur, sérstaklega safnaferðum. Tek líka undir með Laufeyju, þetta er víst mjög algengt með líffæraþjófnað!!

Endilega leyfið Valda að njóta sín, síðustu forvöð áður en hann kemst á fimmtugsaldurinn.
kv. Bryndís
 
Noh þetta er bara eins og að vera í skóla !!! Þarf að taka niður glósur og svona.
Góða ferð heim.
G
 
Jæja, er ekki bráðum komið ammmmmæli. Til hamingju með afmælið gamli minn, myndum mæta með tertu í Þelamörkina í fyrramálið ef þú værir heima. Soldið svindl að vera í burtu þennan dag.

Góða ferð heim
Bryndís og Kent
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?