Saturday, February 04, 2006

 
Rölt um Búkarest

Þegar morgunverðarhlaðborðin eru eins og hér gerist þá þarf maður ekki að borða meira yfir daginn ... Allt sem hugurinn girnist á boðstólum og ýmislegt sem manni dytti aldrei í hug að borða einnig.
Mannskapurinn var slæptur í morgun enda langt ferðalag að baki í gær. Það rjátlaðist þó fljótt af mönnum og örkuðum við af stað uppúr hádegi að skoða borgina. Það er ekki eins kalt og við héldum og fljótlega kom í ljós að íslensku vetrarfötunum var ofaukið við þessar aðstæður. Við gengum yfir að "Höll alþýðunnar" sem er hér hinu megin við götuna. Risastórt hús sem virkar einhvern veginn eins og skrýmsli í borginni sérstaklega þegar maður veit hvernig það er tilkomið. Gamli bærinn í Búkarest stóð þarna áður en honum var rutt í burtu til að gera bygginguna möulega. Í staðinn er Búkarest miðbæjarlaus borg. Við löbbuðum þarna um lengi vel og fundum ekkert sem við myndum kalla miðbæ. Ætlum reyndar að leita betur á morgun :-) Kíktum inní kirkjur og á kaffihús og skoðuðum furðulegan byggingastílinn. Hér virðist húsum vera betur við haldið en til dæmis í Zagreb þar sem allt var að hruni komið en kannski er það bara vegna þess að við aðalgöturnar standa húsin sem Ceausecue lét byggja og það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan.
Enduðum daginn í Plaza mall sem er fyrir utan miðbæinn. Tókum leigubíl þangað og héðan í frá munum við ekki labba neitt í þessari borg en ferðin kostaði innan við 200 kall. Verðlagið er eins og í öðrum austantjalds ríkjum hálf hlægilegt en matur, bjór og gos fyrir 7 manns kostaði til dæmis um 4000 á veitingastað í verslunarmiðstöðinni.

Comments:
Hér með búin að laga kommenta kerfið. Nú geta allir haft skoðun...
Bestu kveðjur
Aldía
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?